Í litlum poka
Viltu koma með mér í ferðalag?
Ég fer í dag með poka
sem er bara lítill.
Ég geymi allt sem við þurfum,
í litlum poka.
Húfu, skó, hamingju,
brauð og von.
Viltu koma með?
Við skulum gifta okkur
og eignast tvö lítil börn.
Eða er einhver önnur?

Börnin okkar eignast líka
húfu, skó, hamingju,
brauð og von.
Þau verða glöð,
eins og við.
Giftast og lifa góð
til æviloka.
Eða er það einhver önnur?

Sendu mér bréf með svari.
Viltu koma með?
Það verður ljós hjá okkur
alla daga og líka nætur.
Ljósið kemur úr litlum poka.
Það skín hjá okkur,
á öllu ferðalaginu.
Við förum í dag
og komum aldrei aftur,
nema bara næst.
Eða er það einhver önnur?

Ég fer núna.
Viltu koma með?  
Júlía
1978 - ...
Skrifað í janúar 1999


Ljóð eftir Júlíu

Sigti
sannfæring sjálfsmyndar
Og þó svo skýin falli?
Pant ekki fara til læknis
Leikur að orðum
Fórnun
Rigningin
Af eða á
-
Óhugsanlegt*
Skipanir
Hann
orð
Í litlum poka
Búa til
í lest
rómantíska svartnættið
Tap