Skipanir
Stingdu, skjóttu, starð´á mig,
settu hatrið oná mig.
Hræddu, hrjáðu, hreytt´í mig,
hristu myrkrið yfir mig.

Ég-get-þolað-allt.

Máðu, meiddu, myrtu mig,
muldu eitrið uppí mig.
Kýldu, kreistu, kremdu mig,
kræktu augun úr mér.

Ég-vil-finna-allt.

Vertu ég og haltu svo áfram.  
Júlía
1978 - ...
Skrifað í apríl 1998


Ljóð eftir Júlíu

Sigti
sannfæring sjálfsmyndar
Og þó svo skýin falli?
Pant ekki fara til læknis
Leikur að orðum
Fórnun
Rigningin
Af eða á
-
Óhugsanlegt*
Skipanir
Hann
orð
Í litlum poka
Búa til
í lest
rómantíska svartnættið
Tap