Fórnun
Ljáðu mér eyra,
sagði gamli maðurinn sem var í brúnu jakkafötunum og sat í ruggustólnum.
Hann saug fast upp í nefið
og ég sá þegar tóbakið þyrlaðist upp eftir nasagöngunum,
upp í höfuðkúpuna.
Ég skar af mér eyrað
og ljáði honum.
sagði gamli maðurinn sem var í brúnu jakkafötunum og sat í ruggustólnum.
Hann saug fast upp í nefið
og ég sá þegar tóbakið þyrlaðist upp eftir nasagöngunum,
upp í höfuðkúpuna.
Ég skar af mér eyrað
og ljáði honum.
Skrifað í júlí 1997