Fórn fagurgalans
Ég leitaði hans í æsku,
ég leitaði hans í uppvexti,
ég gat hann ekki fundið
sama hvar ég leitaði,
en þá,
eitt kvöld er ég gekk út við sjóinn
í vonlausri leit að honum,
þá kom þar einn undurfagur
og sveimaði yfir.
Er ég skoðaði þann,
þá vissi ég það var hann,
hann sem yfirgefur hreiðrið
og leitar að þyrnitré og hvílist ei
uns hann finnur það.

Þegar hann svo finnur það
fer hann syngjandi milli
beittra blaðanna
og þrýstir fast,
þrýstir sér á lengsta
og hvassasta þyrninn...

Svo rís hann í sárum sínum
með söng,
söng sem er fagurri en
söngur næturgalans.
Á meðan,
allur heimurinn hljóðnar og hlýðir á.
Guð brosir á himnum.
Brosir yfir fagurleik fórnarinnar.

Einn undurfallegur söngur,
sem hann geldur sjálfu lífinu fyrir.
 
Eyrún B
1979 - ...
Samið fyrir langalöngu...


Ljóð eftir Eyrúnu

Áminning
Draumur morgundagsins
Frosin mynd
Lítil sál
Fórn fagurgalans
Brosið
Barnsins augu
Tímaleysi
Nóttin
Dagur fullkomnunar
Er sú trúin til
Ungdóms einlægni
Hugsun vonar