Tímaleysi
Ég teygi hönd mína upp
úr hafi vanlíðunnar,
í kringum mig synda
ótti og skömm.
Á bakkanum
stendur reiðin
þögul.

Í formi skýfalls
kemur vonin.
Þögul horfi ég
á bak tímanum
og hef mig
til móts við sólar.

Í huganum er hafið
minning.
 
Eyrún B
1979 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Áminning
Draumur morgundagsins
Frosin mynd
Lítil sál
Fórn fagurgalans
Brosið
Barnsins augu
Tímaleysi
Nóttin
Dagur fullkomnunar
Er sú trúin til
Ungdóms einlægni
Hugsun vonar