Hugsun vonar
Fögrum orðum lýsi ég þér,
sem hug minn ættir allan.
Þú töfrar mig og dáleiðir,
þér fylgi í einu og öllu.
Þú ert mín hugsun, ástin mín,
þig dreymi stundum öllum.

Þú ferð mér frá, nú horfinn ert,
mitt hjarta nálgast brostnun.
Mér líður sem að örlögin
ei okkur vilji saman.
Því sit ég hér og dagdreymi
um stundir okkar geymdar.

Sú fregn er kunn að komir þú,
vonin á mig kallar.
Þig langar til að snerta og sjá,
strjúka höndum um þig naktan.
Er það draumur eða þrá,
að fanga hug þinn allan.
 
Eyrún B
1979 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Áminning
Draumur morgundagsins
Frosin mynd
Lítil sál
Fórn fagurgalans
Brosið
Barnsins augu
Tímaleysi
Nóttin
Dagur fullkomnunar
Er sú trúin til
Ungdóms einlægni
Hugsun vonar