Ungdóms einlægni
Eitt saklaust barn að leik,
eða hvað sýnist þér?
Er gleði þess komin á kreik,
eða felur það óttann, jafnvel fyrir sér.

Hefur sólin nú risið,
er gleðin þá sönn?
Eða er brosið, af vana, frosið,
búið að gleymast, það sanna, í dagsins önn.

En sjá, þar er eitt barn að leik,
svo saklaust, svo einlægt, svo fylgið sér.
Að trúa það tindri enn lífsins kveik,
ómælda gleði það gefur af sér.

En mundu að barnið það brosir sjálft,
það kann ekki ennþá lyginnar mál.
Af sjálfu sér gefur það sanna ást,
til þess er vill sjá barnsins gleði og tár.
 
Eyrún B
1979 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Áminning
Draumur morgundagsins
Frosin mynd
Lítil sál
Fórn fagurgalans
Brosið
Barnsins augu
Tímaleysi
Nóttin
Dagur fullkomnunar
Er sú trúin til
Ungdóms einlægni
Hugsun vonar