Er sú trúin til
Hamingjan fallvölt er,
fljótar en áður brosið frá þér fer,
hugsunin staðföst fylgir þér,
að ekki sé allt eins og vera ber.

Tíminn líður, allt áður var,
gamlir staðir, hvað var þar,
dagurinn í gær, alltaf af hann bar,
áður en líkaminn var orðinn eitt allsherjarmar.

Þú vaknar einn daginn,
tómur, dofinn, nakinn,
lífslöngun frá þér farin,
það eina sem er eftir, hugur ótaminn.

Hvar er konan, allur skarinn,
skyldu þau öll hafa farið á barinn,
hví ertu særður, varstu laminn,
hví ertu allur svo illa farinn.

Skyldi það vera til eitthvað annað,
ekki sem alltaf er sjálfum þér bannað,
sumum er það lokað, af öðrum kannað,
af sumum viðurkennt, af öðrum skammað.

Trúirðu á það, spyr ég þig nú,
að getirðu tekið aðra trú,
trú sem að byggist á því að þú,
haldir í vonina hér og nú.

Til er það líf, það segi ég þér,
sem færir oss hamingju, þér og mér,
því trúir því hver og einn sem hann sér,
en trúin er sterk, það sérðu best hér.
 
Eyrún B
1979 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Áminning
Draumur morgundagsins
Frosin mynd
Lítil sál
Fórn fagurgalans
Brosið
Barnsins augu
Tímaleysi
Nóttin
Dagur fullkomnunar
Er sú trúin til
Ungdóms einlægni
Hugsun vonar