Lífskjör skáldsins
Athvarfið mitt er: óhreyft ból,
úrræði: gráturinn,
myrkur hússins: mín sálarsól,
sætleiki: skorturinn,
aðalmeðulin: örvænting,
andagiftin: freistingar,
leirpollavatnið: lífhressing,
læknirinn: þjáningar,
huggunartölur: hræsni og spé,
hjúkrunin: þögn og fúllynde,
trúnaðarstyttan: tálgirðing,
tilfluktið: dómurinn,
framfærsluvonin: foreyðing,
fyrirheit: rotnunin.
Vinirnir sitja sjúkan kring:
Satan og veröldin.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
1796 - 1875


Ljóð eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu

Ellikvæði
Þeir, sem lasta ljóðin mín
[Signor einn]
[H. heyrði eitt sinn lát ríkismanns nokkurs, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítill]
Afgangur af borgaðri skuld
Kveðið í bakarahúsinu á Akureyri 1873
Heimspekingurinn
Sálarskipið
Þjóðfundarsöngur 1851
Söngur fyrir Venus minni
Ferðalagið
Stirt um stef
Mannslát
Lífskjör skáldsins