Höfuðskepnur
Ég og þú
við erum höfuðskepnurnar
Ég sat til fóta þér
Sígarettan
stinn milli fíngra mér
var viti, og ég
var sætröll
Sængin var jökull
Fellíngarnar
voru gjár og sprúngur
Þú
varst eldurinn eilífi
undir jökulbúngunni
Við vorum höfuðskepnurnar
Svolitla stund
sat ég hljóður
Glóðin í sígarettunni
huldist ösku. Það fennti
á glugga vitans
Skjótt skipast veður í lofti:
Særinn
ruddist á land
Ég og þú
Við erum höfuðskepnurnar
við erum höfuðskepnurnar
Ég sat til fóta þér
Sígarettan
stinn milli fíngra mér
var viti, og ég
var sætröll
Sængin var jökull
Fellíngarnar
voru gjár og sprúngur
Þú
varst eldurinn eilífi
undir jökulbúngunni
Við vorum höfuðskepnurnar
Svolitla stund
sat ég hljóður
Glóðin í sígarettunni
huldist ösku. Það fennti
á glugga vitans
Skjótt skipast veður í lofti:
Særinn
ruddist á land
Ég og þú
Við erum höfuðskepnurnar
Úr bókinni Hlutabréf í sólarlaginu.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.