Þjóðhátíð
I
Iða af prúðbúnu fólki
litríkum blómum sem berast
með straumnum
Fögur er fjallkonan
níveabrún á hörund
með kolgeitarbros á vör
í blóðrauðu knésíðu pilsi
"I'm awfully sorry for ya
I know
ya haven't focked for months"
II
Ríkisstjórnin úthlutar
bjargránum einsog móðir
sem gefur barni sínu snuð
túttu í staðinn fyrir brjóst:
Ó elsku almúgamaður
Færðu fórn
vegna atvinnuveganna
(vegna braskarans á Snápahæð
Konu hans
lángar í nýjan pels)
Almúgamaður, framvegis
borðar þú færri
kleinur með kaffinu
Sættu þig vinsamlegast
við hlutskipti þitt vegna
atvinnuveganna og haltu
ó elsku almúgamaður
kjafti
III
Pabbi gefur litla
dreingnum sínum blöðru
bláa einsog Esjuna
eða rauða einsog pils
fjallkonunnar
Fögur er fjallkonan
með svarta bauga
undir lífsþreyttum augum
"I'm awfully sorry
Buy me roses won't ya"
Drengurinn gleðst
meðan blaðran er ósprúngin
Fjallkonan hefur reynt
öll fegurðarlyf
nema heilbrigt líf
Iða af prúðbúnu fólki
litríkum blómum sem berast
með straumnum
Fögur er fjallkonan
níveabrún á hörund
með kolgeitarbros á vör
í blóðrauðu knésíðu pilsi
"I'm awfully sorry for ya
I know
ya haven't focked for months"
II
Ríkisstjórnin úthlutar
bjargránum einsog móðir
sem gefur barni sínu snuð
túttu í staðinn fyrir brjóst:
Ó elsku almúgamaður
Færðu fórn
vegna atvinnuveganna
(vegna braskarans á Snápahæð
Konu hans
lángar í nýjan pels)
Almúgamaður, framvegis
borðar þú færri
kleinur með kaffinu
Sættu þig vinsamlegast
við hlutskipti þitt vegna
atvinnuveganna og haltu
ó elsku almúgamaður
kjafti
III
Pabbi gefur litla
dreingnum sínum blöðru
bláa einsog Esjuna
eða rauða einsog pils
fjallkonunnar
Fögur er fjallkonan
með svarta bauga
undir lífsþreyttum augum
"I'm awfully sorry
Buy me roses won't ya"
Drengurinn gleðst
meðan blaðran er ósprúngin
Fjallkonan hefur reynt
öll fegurðarlyf
nema heilbrigt líf
Úr bókinni Hlutabréf í sólarlaginu.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.