List = lifrarpylsa
Hvaða dóni smíðaði
hugtakið: köld skynsemi?

Skynsemin er ekki köld.
Hún kyndir upp hús okkar.

Hún fitar börnin okkar
og yljar okkur um hjartað.

Hver sagði að bókvitið
yrði ekki látið í askana?

Bókvitið reisir diskaverksmiðjur
og gerir askana úrelta.  
Dagur Sigurðarson
1937 - 1994
Úr bókinni Hundabærinn eða Viðreisn efnahagslífsins.
1963.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.


Ljóð eftir Dag Sigurðarson

Sjálfsmorð
Geirvörtur (Til Möggu)
Besta orðið mitt
Sæla
Society Club
Vor á Sikiley
List = lifrarpylsa
Losti
Ástarjátning
Þína skál Reykjavík
Þjóðhátíð
Höfuðskepnur
Rós
Kvenmannsleysi
Haust
Mynd eftir barn (20x25 cm., blýantur og vaxkrít.)