

Hvaða dóni smíðaði
hugtakið: köld skynsemi?
Skynsemin er ekki köld.
Hún kyndir upp hús okkar.
Hún fitar börnin okkar
og yljar okkur um hjartað.
Hver sagði að bókvitið
yrði ekki látið í askana?
Bókvitið reisir diskaverksmiðjur
og gerir askana úrelta.
hugtakið: köld skynsemi?
Skynsemin er ekki köld.
Hún kyndir upp hús okkar.
Hún fitar börnin okkar
og yljar okkur um hjartað.
Hver sagði að bókvitið
yrði ekki látið í askana?
Bókvitið reisir diskaverksmiðjur
og gerir askana úrelta.
Úr bókinni Hundabærinn eða Viðreisn efnahagslífsins.
1963.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.
1963.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.