Mynd eftir barn (20x25 cm., blýantur og vaxkrít.)
I
Köttur.
Sól.
Hús.

Uppúr strompinum liðast reykur.
Pottblóm teygir sig útum gluggann.
Bóklestur.
Skurðgröftur.

Bláeyg kona
með slegið hár
og köflótta svuntu
heingir upp þvott.

Tré.
Faðmlag.
Fjall.

Lítil stelpa
með ljósgula tíkarspena
og faungulegan bángsa.

II
Yfir öllu þessu:
ofurhvítt ský.

Ofar skýinu:
þyrpíng af spreingjum.
 
Dagur Sigurðarson
1937 - 1994
Úr bókinni Hundabærinn eða Viðreisn efnahagslífsins.
1963.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.


Ljóð eftir Dag Sigurðarson

Sjálfsmorð
Geirvörtur (Til Möggu)
Besta orðið mitt
Sæla
Society Club
Vor á Sikiley
List = lifrarpylsa
Losti
Ástarjátning
Þína skál Reykjavík
Þjóðhátíð
Höfuðskepnur
Rós
Kvenmannsleysi
Haust
Mynd eftir barn (20x25 cm., blýantur og vaxkrít.)