Vor á Sikiley
Sól skín í heiði. Appelsínur ánga.
Elskan mín hefur falleg brjóst.

Svart sykurlaust kaffi
laukstertur
dageftirdag og vikeftirviku
einglabellir í hveitisósu
franskbrauð með.

Í gósenlandi aldingarða
spýtum við mórauðu
af vítamínskorti.

Sól skín í heiði. Svona fer
fyrir þeim sem vill ekki selja
brjóstin á elskunni sinni
fyrir kíló af appelsínum.
 
Dagur Sigurðarson
1937 - 1994
Úr bókinni Níðstaung hin meiri.
1965.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.


Ljóð eftir Dag Sigurðarson

Sjálfsmorð
Geirvörtur (Til Möggu)
Besta orðið mitt
Sæla
Society Club
Vor á Sikiley
List = lifrarpylsa
Losti
Ástarjátning
Þína skál Reykjavík
Þjóðhátíð
Höfuðskepnur
Rós
Kvenmannsleysi
Haust
Mynd eftir barn (20x25 cm., blýantur og vaxkrít.)