

Sól skín í heiði. Appelsínur ánga.
Elskan mín hefur falleg brjóst.
Svart sykurlaust kaffi
laukstertur
dageftirdag og vikeftirviku
einglabellir í hveitisósu
franskbrauð með.
Í gósenlandi aldingarða
spýtum við mórauðu
af vítamínskorti.
Sól skín í heiði. Svona fer
fyrir þeim sem vill ekki selja
brjóstin á elskunni sinni
fyrir kíló af appelsínum.
Elskan mín hefur falleg brjóst.
Svart sykurlaust kaffi
laukstertur
dageftirdag og vikeftirviku
einglabellir í hveitisósu
franskbrauð með.
Í gósenlandi aldingarða
spýtum við mórauðu
af vítamínskorti.
Sól skín í heiði. Svona fer
fyrir þeim sem vill ekki selja
brjóstin á elskunni sinni
fyrir kíló af appelsínum.
Úr bókinni Níðstaung hin meiri.
1965.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.
1965.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.