Sæla
Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa.
Að dúsa hér í ljósleysi er unaðslegt með þér
þótt hitinn af sé tekinn og tuggin öll vor ýsa.
Ég tileinka þér kvæðisstúf sem betri er en smér.
Sælt er að vera fátækur og fyllitúnglin borða
í fúkka og rottugángi, ó elsku Dísa mín
næra krakkasubburnar á sólarlagsins forða
og sýngja hátt í klæðleysi um ástir gull og vín.
Að dúsa hér í ljósleysi er unaðslegt með þér
þótt hitinn af sé tekinn og tuggin öll vor ýsa.
Ég tileinka þér kvæðisstúf sem betri er en smér.
Sælt er að vera fátækur og fyllitúnglin borða
í fúkka og rottugángi, ó elsku Dísa mín
næra krakkasubburnar á sólarlagsins forða
og sýngja hátt í klæðleysi um ástir gull og vín.
Úr bókinni Níðstaung hin meiri.
1965.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.
1965.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.