Geirvörtur (Til Möggu)
I
Brjóst
handa mér
brjóst sem fylla lófann
brenna lófann og spreingja lófann
spreingibrjóst handa mér
eða lítil skjálfandi brjóst
sem kitla lófann þótt maður nái ekki taki
einsog á stelpunni þarna sem sötrar
kók gegnum strá og mænir á gluggann
brjóst handa mér og höndum mínum
mér í hendur í hendur mínar
brjóst að mínu flata brjósti
stinn ilmandi mjúk heit
brjóst handa mér og geirvörtur
blóðríkar viðkvæmar bleikar
ljósbrúnar dökkbrúnar gulbleikar
brúnbleikar geirvörtur handa mér
að erta og sefa.
II
Sonur minn fimmnáttagamall
yglir sig og glefsar útí loftið
í draumi um geirvörtu og brjóst.
Sjálfur er ég ekki kominn mikið leingra
eftir þrjátíu ára basl
við að skilja heiminn og lífið, og innst
innstinnstinnstinnstinnstinni er ég
sammála strákskömminni
um að alheimurinn sé í eðli sínu
ein aftakastór úngamamma
formóðir formæðra formóður
með alla kviði og kviðlínga
í sínum kviði og sjálfan mig
ýmist við brjóstið eða inni.
Kannski er geirvörtuplantekran mín
víðfeðmari og fjölskrúðugri
en garðholan stráksins er alger og yfirþyrmandi.
Brjóst
handa mér
brjóst sem fylla lófann
brenna lófann og spreingja lófann
spreingibrjóst handa mér
eða lítil skjálfandi brjóst
sem kitla lófann þótt maður nái ekki taki
einsog á stelpunni þarna sem sötrar
kók gegnum strá og mænir á gluggann
brjóst handa mér og höndum mínum
mér í hendur í hendur mínar
brjóst að mínu flata brjósti
stinn ilmandi mjúk heit
brjóst handa mér og geirvörtur
blóðríkar viðkvæmar bleikar
ljósbrúnar dökkbrúnar gulbleikar
brúnbleikar geirvörtur handa mér
að erta og sefa.
II
Sonur minn fimmnáttagamall
yglir sig og glefsar útí loftið
í draumi um geirvörtu og brjóst.
Sjálfur er ég ekki kominn mikið leingra
eftir þrjátíu ára basl
við að skilja heiminn og lífið, og innst
innstinnstinnstinnstinnstinni er ég
sammála strákskömminni
um að alheimurinn sé í eðli sínu
ein aftakastór úngamamma
formóðir formæðra formóður
með alla kviði og kviðlínga
í sínum kviði og sjálfan mig
ýmist við brjóstið eða inni.
Kannski er geirvörtuplantekran mín
víðfeðmari og fjölskrúðugri
en garðholan stráksins er alger og yfirþyrmandi.
Úr bókinni Rógmálmur og grásilfur.
1971.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.
1971.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.