Sár
þú ólst mig upp
Eða það átti að vera þannig

En þú engan elur
þegar þú hann lemur

Hjartað þú kremur
Misbýður mér

þegar þú tekur bara eftir mér
þegar illa fer

Innri mann þú hefur að geyma
Eins og flaska
Sem er farinn að kasta

Enginn mig skilur
Að þú mig enn kvelur

Ég þrítug er
En sárin aldrey fara af mér
 
Rós
1972 - ...


Ljóð eftir Rósu Björk Kristjansdóttur

Friðurinn
Fegurð
Kvalinn
Sár
Hugsanir
folinn
frjáls
Tafir
Sakna þín
Pensill
Gesturinn
Bullið