Bullið
Listina ég hef
í hjarta mér
því vil ég trúa
að hér
sé enginn að ljúga
ég hvorki samdi
þetta né annað
enda hefur það
aldrey verið sannað
að kvæði sé bæði
list
og mikið af öðru
sem í hjarta mér
ég hef handa þér
því engu ég hef að tapa
saman við skulum
skapa listir
þessar sem aðrar
hvort sem mér
fer betur
að apa þetta letur
eða skapa annað
sem oft hefur verið bannað
þá læt ég mér það
duga að yrkja
ekki oftar
heldur fara miklu betur
með hæfileikana
sem okkur var gefið
því hætti ég að tala
og læt sem ég heyri
að þetta kvæði
sé algjört æði
 
Rós
1972 - ...


Ljóð eftir Rósu Björk Kristjansdóttur

Friðurinn
Fegurð
Kvalinn
Sár
Hugsanir
folinn
frjáls
Tafir
Sakna þín
Pensill
Gesturinn
Bullið