Hugsanir
Bíllinn brunar
Um hugann allt fer
Sem illa fór hjá mér
Hvað er að mér

Get ég ekki
Ekki fengið lífið sem þú gafst mér
Allt í blóma
Langt síðan ég fann það hjá mér

Hvað er að allt svo erfitt
Sér þetta enginn
Ég finn það
Í augunum mínum ég það hef

Sár eins og fuglinn
Sem sat á sillunni hjá mér í gær

Hann syngur
Glaður hann er

Hann hefur ekki alist upp hjá þér  
Rós
1972 - ...


Ljóð eftir Rósu Björk Kristjansdóttur

Friðurinn
Fegurð
Kvalinn
Sár
Hugsanir
folinn
frjáls
Tafir
Sakna þín
Pensill
Gesturinn
Bullið