Dimma nótt
Gegnum nóttina svæfil ég faðma,
Greinar á trénu slást gluggann minn í.
Hræddur þú barnið þorir ei að kanna,
Rólyndis svefn - unnin fyrir bí.

Það er svo margt sem nóttin hylur,
Margt sem skuggar skapa sér.
Úti er stormur og brjálaður bylur,
Náttskynið það eina sem iljar þér.

Bráðum mun dagur og geislar ljóma,
Sýna sig blómin og elska þig.
Ástarsýn þína ég ber með sóma,
Og alls þess góða er gafstu fyrir mig.

Sveinn Hjörtur.
 
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Ég hélt á dóttur minni í fanginu sem var 3 mánaða gömul. Úti var Norðann garri og ekkert bólaði á sumrinu...


Ljóð eftir Svein Hjört

Hvíld.
Lítill drengur
Dimma nótt
Von
Útsýni Guðs
Kona
Úlfurinn ( Björgvin Halldórsson)
Kárahnjúkar
Iðnaðarráðherrafrú
Týndur vinur
Ferðalangur
Meðferð á Vogi
Árna-vísur
Góðan dag