Góðan dag
Þú ert svo falleg
-ástin mín.
Þú ert svo yndisleg
-ástin mín.
Með rósailm í hári þínu
Bíður þú mér góðan dag.

Hjarta þitt segir
-Góðan dag.
Augun mér fylgja
-Sérhvern dag.
Í tilveru þinni er allt eins og gull
Bíður þú mér góðan dag.

Inn um dyrnar kemur þú inn
Söknuð er fer þú, það ég finn
Tómlegur verður þá dagurinn
Hlakka til að faðma gimsteininn minn.

Fagurt er brosið sem
-bræðir mig.
Og magnað er skapið sem
-hræðir mig.
Þú ert það allt sem ég óskaði mér
Fylgir mér sérhvern dag.

Inn um dyrnar kemur þú inn
Söknuð er fer þú, það ég finn
Tómlegur verður þá dagurinn
Hlakka til að faðma gimsteininn minn.
 
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Enn á ný yrki ég ljóð til dóttur minnar. Það er magnað hvað bros barna nær að hugga mann og láta manni líða vel. Dóttir mín er afar brosmild.


Ljóð eftir Svein Hjört

Hvíld.
Lítill drengur
Dimma nótt
Von
Útsýni Guðs
Kona
Úlfurinn ( Björgvin Halldórsson)
Kárahnjúkar
Iðnaðarráðherrafrú
Týndur vinur
Ferðalangur
Meðferð á Vogi
Árna-vísur
Góðan dag