Von
Von


Er húmar að kveldi og kyrrð yfir bæ,
Leitar þar drengur, út yfir sæ,
Með loga í hjarta og storminn í sál,
Veit ei lengur hvaða landi er náð.

Sér skipið koma og óskar svo heitt,
Allt getur skipið vonum hans breytt,
Með kul í hjarta og vindinn á kinn,
Leitar að pabba, sem ég ekki finn.

Öldurnar brotna ströndinni á,
Gengur þar drengur einmana hjá,
Hryggur í sálu og einn hann fer,
Engan pabba á skipi sér.

Hvað á þessi drengur að gera með sig,
Þetta er atvik sem varðar þig,
Best er að trúa og treysta á hann,
Sem foreldra skapar og jörðina fann.

Drottinn er sá sem líknar og grær,
Sárin sem sverfur hinn kaldi sær,
Hann veitir von og treystir á þitt,
Hann elskar og trúir á barnið sitt.

Sveinn Hjörtur.
 
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Ég horfði út á Faxaflóann og kom þessi sýn í huga minn.


Ljóð eftir Svein Hjört

Hvíld.
Lítill drengur
Dimma nótt
Von
Útsýni Guðs
Kona
Úlfurinn ( Björgvin Halldórsson)
Kárahnjúkar
Iðnaðarráðherrafrú
Týndur vinur
Ferðalangur
Meðferð á Vogi
Árna-vísur
Góðan dag