Kárahnjúkar
Marglita rennur í fossa,
Hugur og hjarta allt vill fanga,
Hverfa mun allt með leiftur blossa,
Fljótið sem svarf í og bjó til dranga.

Blómin sem aldrei færðu að sjá aftur,
Horfir hugsi og spyrð þig af því.
Þeir láta það hverfa uns ekkert er eftir,
Hver lætur svona með okkar líf.

Við verðum að treysta að ekki sé hatur,
Ekki sé vonska sem knýr þetta afl.
Sá sem ekki vinnur - deyr latur,
Leikur sér með valdið líkt og lífsins tafl.
 
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Ég sá þáttinn sem Ómar Ragnarsson gerði um virkjana mál á Íslandi og víða um heim. Eftir að hafa séð þátt hans kom þetta ljóð í huga minn...


Ljóð eftir Svein Hjört

Hvíld.
Lítill drengur
Dimma nótt
Von
Útsýni Guðs
Kona
Úlfurinn ( Björgvin Halldórsson)
Kárahnjúkar
Iðnaðarráðherrafrú
Týndur vinur
Ferðalangur
Meðferð á Vogi
Árna-vísur
Góðan dag