Takkið
Eftir að hafa dreymt um ókomna daga
í margar nætur
þá vaknaði ég í sífellur
í eins konar desja vú
Í vöku minni hugleiddi ég hvort ég væri
kannski betra eintak en flestir aðrir
því það gat varla verið að fólk væri
yfir höfuð að lifa drauma sína í svo miklum mæli og ég.
Á kvöldin gleymdi ég þessu oft því þá var svo oft eitthvað í sjónvarpinu sem fékk mig til þess að gleyma snilligáfum mínum.
Þegar ég svo lá á banabeði mínu, umkringdur barnabörnum og barnabarnabörnum þá rann upp fyrir mér ljós.
Mér varð litið útum glugga á spítalanum, sem hýsti mig, og sá þá sólina koma upp inn á milli tveggja öskutunna í bakportinu.
Líf mitt var ekki lengur draumur um mig og mína daga.
Það var gjöf sem ég fékk
og ég næstum gleymdi að segja takk.
Síðan sagði ég takk og dó.
Jarðarförin var tekin útaf reikning og öllum skildubundnum tárum var hellt yfir kistu mína.
Takkið mitt fauk þó út í veður og vind því ég vissi ekki að takkið er ekki hugmynd eða gjöf.
Takkið mitt var sá lífsins kraftur sem ég gleymdi að skilja eftir í hjörtum þeirra sem vantaði takk.
Takk fyrir mig sagði einhver og fór og sigraði heiminn.
í margar nætur
þá vaknaði ég í sífellur
í eins konar desja vú
Í vöku minni hugleiddi ég hvort ég væri
kannski betra eintak en flestir aðrir
því það gat varla verið að fólk væri
yfir höfuð að lifa drauma sína í svo miklum mæli og ég.
Á kvöldin gleymdi ég þessu oft því þá var svo oft eitthvað í sjónvarpinu sem fékk mig til þess að gleyma snilligáfum mínum.
Þegar ég svo lá á banabeði mínu, umkringdur barnabörnum og barnabarnabörnum þá rann upp fyrir mér ljós.
Mér varð litið útum glugga á spítalanum, sem hýsti mig, og sá þá sólina koma upp inn á milli tveggja öskutunna í bakportinu.
Líf mitt var ekki lengur draumur um mig og mína daga.
Það var gjöf sem ég fékk
og ég næstum gleymdi að segja takk.
Síðan sagði ég takk og dó.
Jarðarförin var tekin útaf reikning og öllum skildubundnum tárum var hellt yfir kistu mína.
Takkið mitt fauk þó út í veður og vind því ég vissi ekki að takkið er ekki hugmynd eða gjöf.
Takkið mitt var sá lífsins kraftur sem ég gleymdi að skilja eftir í hjörtum þeirra sem vantaði takk.
Takk fyrir mig sagði einhver og fór og sigraði heiminn.