Lækjarbakkavísa
Lækjarbakkavísa


Ljúft niðar Lækur um grund
Lýsir himininn sólin
Straumurinn gleypir mig um Stund
Stíflast öndunartólin

Ég sé þig, ég sé
Og stjörnur glitra bjartar
Ég sé þig, ég sé
Öll sjón mín sér svartar

Klettur á botni, Kallar til mín
Kerlingin bíður heima
Leiðinleg, Ljót, bitur í sýn
Langar mest að gleyma

Ég sé þig, ég sé
Opna arma mína af löngun
Ég sé þig, ég sé
Haltu mig í þínum öngum

Heima Hef ég stúlku og strák
Hvolp, kött og dreka.
Ekki Bætir Bíllinn úr skák
Bilaður og með leka.

Ég sé þig, ég sé
Kalt vatnið um mig þýtur
Ég sé þig, ég sé
Kuldinn í vatninu bítur

Þið þarna yfirborðsfólk
Þiggið mína kveðju!
Best væruð Brennd eða skotin af hólk
Eða Bituð sundur af sveðju


Ég sé þig, Ég sé
Ég sé ekki mikið lengur
Ég sá þig, Ég sá
Svona eins og gerist og gengur.

Drukkinn ég Datt út í hyl,
Djöflar að mér hlógu.
Mér Finnst það Fínt og segi nú skil
Við Líf mitt Líkt og aðrir sem dóu.

 
Snæbjörn
1984 - ...
Þetta er nú gamalt og mér þykir ekki mikið um það núna en ég fæ mig bara ekki til að henda því.


Ljóð eftir Snæbjörn

Lækjarbakkavísa
Ég dansa
Heppnin mín er Humar
Ljúffeng leyndarmál
Með ljóðum
Næstum ljóð
Jaðlakór
Músík
Hjartað þitt
Dramatík
Draumar
Mannhöggvarinn
Ástaróður til framhjáhalds