Mannhöggvarinn
Smásagnarljóðið Mannhöggvarinn


Blá augu þín
Blika í tunglskini
Eins og Bárujárnsþak
Gert úr tini

Bundnar Hendur
Þínar Heilla mig mjög
Og Hárið þitt rennur
Sem sjávarlög

Hví Tárastu
Þú Tindrandi ljós?
Þegar Tunga þín
Er sem alparós

Ég elska þig
Með öllum mínum kraft
Með orðum einum brýt
Ég þitt meyjarhaft

En...

Oft reynist Flagð
Undir Fögru skinni
Feiknamargar eru
Mér í minni

Ég hef Rifið
Rakað, brennt, bitið
Reynt að kafa ofan
Í mannsvitið.

Bein þín eru
Berg
Til að Brjóta
Og Hold þitt
Er leir til að móta...... (Ég er ekki myndhöggvari, en ég er listamaður)

Ég Teikna á
Þetta Titrandi skinn
Þar til rauður vökvinn
Rennur út ekki inn.

Beittur er minn
Bráði töfrahnífur
Í Birtunni sérðu
Hvernig hann svífur


Ég Klippi og
Klóra með þessum hníf
Klýf þig og rífi
Og gef þér nýtt líf.

Oft reynist Flagð
Undir Fögru skinni
Hvað í Fjandanum er
Þarna inni?

Nú opna ég
Þig sem sardínudós
Og að eilífu
Geymi þína hjartarós.
 
Snæbjörn
1984 - ...


Ljóð eftir Snæbjörn

Lækjarbakkavísa
Ég dansa
Heppnin mín er Humar
Ljúffeng leyndarmál
Með ljóðum
Næstum ljóð
Jaðlakór
Músík
Hjartað þitt
Dramatík
Draumar
Mannhöggvarinn
Ástaróður til framhjáhalds