Draumar
Draumar
Mig dreymdi að ég henti augum mínum út í haf
og kastaði mér framfyrir kletta.
Furðulegt finnst mér núna í dag.
Þegar ég vaknaði var ég enþá að detta.
Mig dreymdi Rauðan himinn sem Rigndi bláum skóm
og Rifsber sem flugu óra lengi,
mér Leið eins og ég væri Lítið blóm,
og allur alheimurinn grænt og stórt grasengi.
Svo mætti ég á leiðinni skapara minn og guð
og spurði hvernig drauma hann dreymdi?
,,Um eilífð og amen, strit og puð?
Svaraði hann. Ég vaknaði, velti mér, gleymdi
Brot úr örleikriti