Er veruleikinn draumur?
Útlínur eins og á tignarlegum Hlébarða,
Brosið eins og sólin sem kemur undan skýjunum.
Hreyfingarnar fimar eins og hjá fimleika garp,
Augun stór og gul eins og appelsínur.

Hún er hröð sem vindurinn,
Þokkafyllri en Venus.
Ég vakna úr dagdraumunum
og sé að hún er aðeins köttur,
Svartari en allt svart.

Ég mjálma og held leið minni áfram
heim að húsinu og inn um kattalúguna.
 
Lilja Björk
1984 - ...


Ljóð eftir Lilju Björk

Ævintýri
Draumur veruleikans.
Söknuður.
Er veruleikinn draumur?
Fyrigefðu
Tilgangur.
Árstíðinar
Mamma
Pabbi
Mánaskin