Draumarnir rætast
Það spretta rætur á draumana
og þeir munu byrja að vaxa

Fyrst út úr enninu
síðan út úr brjóstinu

Skringilega litrík, fíngerð og kræklótt draumatré eiga eftir að teygja anga sína úr líkama þínum í gegnum augu, nef og munn.
Þegar þú keyrir í vinnuna á morgnana mun fólk stara á þig þegar þú stoppar á rauðu því þú verður súrrealísk eins og hugmynd úr höfðinu á Fridu Kahlo. Þú átt eftir að horfa á fólkið á móti og þér á eftir að vera alveg sama þó að þú sért öðruvísi en þau -því draumarnir þínir eru að rætast.

 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.