Tilfinningaríki trésmiðurinn


Jónas er tilfinningaríkur. Þegar hann var lítill drengur fór hann oft að gráta upp úr þurru. Á milli ekkasoganna reyndi hann að útskýra að tilfinningarnar umbreyttust í saltan vökva sem fyllti hann frá maga og uppúr og varð að lokum að flæða út um augun. Það skildi hann samt enginn.

Í dag er hann orðinn 33 ára og fólk kallar hann Tilfinningaríka trésmiðinn.

Hann hefur unun af því að skera út stóla og borðfætur og á meðan hlustar hann tónlist. Ceiline Dion er nýjasta uppáhaldið. “Þessi kona skilur tilfinningar. Það hlýtur að vera franska blóðið í henni... hún hlýtur að vera fiskur eins og ég,” hugsar Jónas og sleikir salt tár af efrivörinni á meðan tónlistin úr Titanic fyllir verkstæðið og hann leyfir hugsunum sínum að reika um í hafi tilfinninganna líkt og þær séu drukknandi DeCaprio.

Vinnufélagar hans á trésmíðaverkstæðinu hata tónlistina sem hann elskar.
Í fyrra tóku þeir alla Billy Holiday, Róbertu Flack, Shade og Julio Iglesias diskana hans, bræddu þá og gerðu úr þeim hræðilegan skúlptúr. Þetta olli Jónasi uppnámi í margar vikur en loks náði hann að hugga sig við tilhugsunina um að Kristur hefði jú líka verið smiður og að hann hefði líka þurft að líða miklar þjáningar fyrir það eitt að vera hann sjálfur.

-Það kostar hugrekki að hafa tilfinningar þegar maður er karlmaður.
 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.