Reykjavíkurhöfn

Ég kasta mér fram af bryggjunni og finn kaldann sjóinn slá mig utanundir, sogast inn í fötin, fylla stígvélin og draga mig til botns.
Dimmblár liturinn sem er inni á augnlokunum tekur á móti mér, saltið blandast saltinu mínu og ég sýp hveljur.
Það gerist allt svo hægt í þessum bláma, en heitt og rautt hjartað slær þéttingsfast eins og graður trommari í blautum ljósum.
Finn mig leysast upp og hverfa. Kuldi umbreytist í hita og í gegn um hugann brýst sekúndubrot af hugsun um einhverja efnafræði sem ég lærði á unglingsárum.
Ég held að ég sé farin, finn allavega ekki mikið fyrir mér lengur.
 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.