Villingur

Við vorum villingar
þú með spýtu og ég í gúmmístígvélum
bæði með úfinn hnakka
illa upp alinn

stungum okkur inn um glugga
þræddum myrkrið
ókunn hús
undarlega kjallara

hjörtun á fullu í brjóstunum
klístraður brjóstsykur
sætar raddir

svo 1977, 1978,1979, 1980, 81, 82, 83, 84, 85 og þú fórst að elska mig
horfa á mig
biðja mig um að brenna þig
sleikja sárin
skilja þig ekki eftir
en auðvitað skildi ég þig eftir og öllum þessum árum síðar...

hætti ekki að hugsa um þig
augun þín
tunguna þína
hendina þína að stinga sér undir gallabuxnastrenginn
heitann lófann
þögnina
okkur að stinga af
brjótast inn
aftur í löggubílum
úfið hárið
hitakompuna
og
tárin sem flæddu í augun þín þegar ég sagði “ég get þetta ekki”
og fór

 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.