Dropi
Kraftaverkalæknirinn þrammaði inn á parkettið á háhæluðum skóm númer 44. Aðeins nær Guði en við hin sem vorum á flatbotna.
Hann sneri lófunum að okkur, lyfti höndum og sagði eitthvað um að ásjóna drottins lýsti yfir okkur.

Ég fylgdist með svitadropa renna eftir líflínu vinstri lófa hans.
Giltrandi svitaperla eins og silfurlitaður sportbíll á hraðbraut –og hugsaði hvernig það væri að vera inni í henni.

Hafmeyja í svitadropa.

Hann lauk bæninni með því að segja Amen, tók stóru bláu bókina undir hendina og þrammaði aftur inn í bakherbergið sem hann kom út úr.
Ég sá að hann kreppti hnefann.
Sá rúðurnar brotna í kringum líflínuna. Skýjakljúfa hrynja við hraðbrautina.
 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.