Glassúr
Ég vildi að ég væri
bleikur glassúr á snúð
svo myndi kyntröllið kaupa mig
og snúðinn
ganga út úr bakaríinu
taka snúðinn
upp úr klístruðum bréfpokanum
sleikja mig af og sleikja út um
(best að klára það besta fyrst)
arka upp Bankastrætið með bleik munnvik
sæta kyntröllið
sæta kyntröllið í snjónum  
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.