Snjókorn Kl 00:47
Einmana snjókorn lendir aleitt
á stóru fjalli uppi á hálendi
enginn veit um þetta snjókorn sem er einstakt í sköpun sinni
fíngert og fallegt
inniheldur regnboga og meistaralegan stærðfræðilegan strúktúr
samið af skaparanum eins og lítil nóta
flaut sem enginn heyrir
flýgur niður af himni og stefnir á risastórt fjall

lendir
leggst á stein og liggur þar
í örskamma stund
bíður þess að bráðna
horfir til himins
og sér trilljónir einstakra snjókorna flæða á móti sér úr myrkrinu
 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.