

Einmana snjókorn lendir aleitt
á stóru fjalli uppi á hálendi
enginn veit um þetta snjókorn sem er einstakt í sköpun sinni
fíngert og fallegt
inniheldur regnboga og meistaralegan stærðfræðilegan strúktúr
samið af skaparanum eins og lítil nóta
flaut sem enginn heyrir
flýgur niður af himni og stefnir á risastórt fjall
lendir
leggst á stein og liggur þar
í örskamma stund
bíður þess að bráðna
horfir til himins
og sér trilljónir einstakra snjókorna flæða á móti sér úr myrkrinu
á stóru fjalli uppi á hálendi
enginn veit um þetta snjókorn sem er einstakt í sköpun sinni
fíngert og fallegt
inniheldur regnboga og meistaralegan stærðfræðilegan strúktúr
samið af skaparanum eins og lítil nóta
flaut sem enginn heyrir
flýgur niður af himni og stefnir á risastórt fjall
lendir
leggst á stein og liggur þar
í örskamma stund
bíður þess að bráðna
horfir til himins
og sér trilljónir einstakra snjókorna flæða á móti sér úr myrkrinu