Morgundómar
Að morgni rís úr beði kona, miðaldra
og dómara sínum mætir, kvíðin.
Hann er fínn og fágaður, fallega innrammaður.
Hiklaust og hnökralaust, tilfinningalaust,
hann kveður upp sinn daglega dóm.
Miðaldra, komin af léttasta skeiði,
ennþá falleg, áður fegurri.

Þú tekur þessu vel, grætur aðeins lítið,
og bara í hljóði.
 
Kjartan Rolf
1957 - ...


Ljóð eftir Kjartan Rolf

Þor
Morgundómar
Dæmigert íslenskt landslag
Skoðanaskipti
Þú
Stjörnublik
Orð
Klakamorgunn
Eftirsjá
Sálarrannsókn
Loforð
Sálir liðinna daga
Forðum keik
Litlu jákvæðu hlutirnir
Veruleikinn
strengleikur barnsins