Þú
stundum –
ertu Etna eða Katla
í sprengigosi - þegar þú ert
hamslaus

þess á milli -
ertu eins og stöðuvatn
- stórt og mikið - á heitum
sumardegi sólin glitrar í gárunum
bakkinn gróinn grænum skógi
í loftinu liggur angandi ilman laufsins
og vatnið er djúpt

veit að þar býr margt
undir niðri
 
Kjartan Rolf
1957 - ...


Ljóð eftir Kjartan Rolf

Þor
Morgundómar
Dæmigert íslenskt landslag
Skoðanaskipti
Þú
Stjörnublik
Orð
Klakamorgunn
Eftirsjá
Sálarrannsókn
Loforð
Sálir liðinna daga
Forðum keik
Litlu jákvæðu hlutirnir
Veruleikinn
strengleikur barnsins