Stjörnublik
dimmar nætur, kaldir skuggar
dvöldu árum saman í sálarkytru
suður í reykjavík

vonarglætur, gamlir draumar,
létu lítið fyrir sér fara
í gleymdum skúmaskotum

en svo komst þú

færðir mér stjörnublik í sængina mína
gafst mér bros með morgunmatnum
sem dugir daglangt
 
Kjartan Rolf
1957 - ...


Ljóð eftir Kjartan Rolf

Þor
Morgundómar
Dæmigert íslenskt landslag
Skoðanaskipti
Þú
Stjörnublik
Orð
Klakamorgunn
Eftirsjá
Sálarrannsókn
Loforð
Sálir liðinna daga
Forðum keik
Litlu jákvæðu hlutirnir
Veruleikinn
strengleikur barnsins