Vilhjálmur Hendrik
Ef ég gæti,
elsku vinur.
Myndi halda,
hjarta þínu.
Hlúa að því,
hlýtt og rólegt.
Sitja með þér,
skoða skyggnast.
Vinur virðist,
flæktur fastur
Inná milli,
króks og kima.
Könnum saman,
allt sem leynist
hulu dulið
inná við.
Skoðum betur,
aðeins innar.
Klórum oss
að kjarna málsins.
Hver ert þar,
hvern ert´að fela?
Leynist þú kannski
bak við ljósið?
elsku vinur.
Myndi halda,
hjarta þínu.
Hlúa að því,
hlýtt og rólegt.
Sitja með þér,
skoða skyggnast.
Vinur virðist,
flæktur fastur
Inná milli,
króks og kima.
Könnum saman,
allt sem leynist
hulu dulið
inná við.
Skoðum betur,
aðeins innar.
Klórum oss
að kjarna málsins.
Hver ert þar,
hvern ert´að fela?
Leynist þú kannski
bak við ljósið?