Sara ||
Ég horfi á hana þar sem hún situr.
Lygni aftur augunum og hugsa,
til þess sem var,
þess sem við áttum.
Hún er mér allt, en hún veit það ekki.
Ég lét hana ekki vita.

Ég horfi á hana.
Hún horfir til baka
eitt augnablik,
brosir,
roðnar,
hlær.
lítur jafn skjótt undan.

En það nægði mér,
þetta eina augnablik,
lifandi,
hamingjusöm,
vær.
Ég var manneskja og hugarangrið kæfðist í aðdáun.
En langþráð þögnin stoppar ekki lengi.
Hún gerir það aldrei.

Hjartað mitt krafsar í bakkann,
hrópar til hennar:
Sara....ég vil,
en ég get ekki.
Sara....ég vil,
en ég má ekki.

Hefur þú heyrt,að elskirðu einhvern skulirðu sleppa takinu,
því, sé ástin endurgoldin þá skili hún sér?

Enda ævintýrin kannski alltaf alltof vel í bíómyndum?
Ég veit það ekki,
en í mínu ævintýri,
höfum ég og eftirsjáin runnið saman í eitt,
og ég stend hérna einsog asni.
Ein,
með fölnaða rós í hjartanu,
sem blómstraði
aðeins
fyrir
hana.

 
Myrra
1983 - ...
*koss* til þín frá mér.


Ljóð eftir Myrru

ástleysi
Draumur
Tvö ein.
Lognið í garðinum hennar
Fullkomið andartak
Nafnlaus.
Egó...eða hvað!
Loksins kona!!
Svarið.
Kveðja
Ranglega verðmerkt..
Rok í reykjavík
Drommen
Farinn í friði,lífsins ljós.
Undir brosinu.
draumur ||
Spiritual awakening.
Hvert skal haldið?
Þurrkatíð..
Fallið framan af.
Leikstjóri í strengjabrúðu heimi.
Bæ..Gæ!!
Vilhjálmur Hendrik
Sara ||
Minnsti skemmtistaður í heimi.
Hinum meginn við gluggann minn.
Kossinn sem koma skal.
Að hitta herra Guð.
U.S
Hljóðir draumar.
Ástarfár.
Endalaust
Silkimjúka síðdegi.