

Hvar ertu Púkinn minn?
Hví lætur þú mig bíða hérna út í kuldanum?
Þegar þú einn veist
hvernig
ég
þrái
mína.
Grófa
hráa
og hömlulausa.
Augu mín skjóta í ofboði neyðarblysum
þú ert í augnsýn.
Tregablandin tilfinningin
yfirbugar mig
og umturnast í
rauðglóandi kviksyndi.
Í eins manns höll
enn á ný.
Þú
með lostafullar varirnar að vopni
klýfur þér leið
neðar
niður eftir götunni.
Ég horfi á þig koma fyrir hornið,
býð þig velkominn
á minnsta skemmtistað í heimi
þar sem ég
er dyravörðurinn.
Hví lætur þú mig bíða hérna út í kuldanum?
Þegar þú einn veist
hvernig
ég
þrái
mína.
Grófa
hráa
og hömlulausa.
Augu mín skjóta í ofboði neyðarblysum
þú ert í augnsýn.
Tregablandin tilfinningin
yfirbugar mig
og umturnast í
rauðglóandi kviksyndi.
Í eins manns höll
enn á ný.
Þú
með lostafullar varirnar að vopni
klýfur þér leið
neðar
niður eftir götunni.
Ég horfi á þig koma fyrir hornið,
býð þig velkominn
á minnsta skemmtistað í heimi
þar sem ég
er dyravörðurinn.