Hún og ég
Hugsun mín er margþætt.
Eyrir hvergi
Flýgur milli athvarfa
nemur staðar eitt andartak
en flögrar svo um á ný,
gefur mér ekki tíma
til að melta
það sem fyrir augu og eyru ber.
Stundum erum við ekki eitt
hugsun mín og ég.
Bara ég tóm
og hún margþætt
flögrandi.  
Dísa
1962 - ...


Ljóð eftir Dísu

Barnið mitt
Í rykið.
Hún og ég
Snúrustaurar
Snerting.
Bað.
Krossgötur
Hann
Stórþvottur
Söngur þinn