Krossgötur
Ég stend á krossgötum
nú eins og svo oft áður.
Vitandi hvert ég stefni
en ekki hvaða gata
ber mig á áfangastað.
Kannski er best að stoppa
búa til umferðareyju,
byggja þar hús,
tvílyft timburhús með verönd...
heitum potti og hamingju.  
Dísa
1962 - ...


Ljóð eftir Dísu

Barnið mitt
Í rykið.
Hún og ég
Snúrustaurar
Snerting.
Bað.
Krossgötur
Hann
Stórþvottur
Söngur þinn