Karlinn á tunglinu
Í nótt myrði ég þig og hina
Andlit ykkar eru svört og hæðin
Elta mig í sífellu
Hrópa þá að mér hákarlar
Og ég æli þungum hníf
Hjól örlaga minna er bremsulaust
Og brátt fer ég í sjóinn
Ólíklegt þykir að hjólið verði að bát
Ég verð þá einfaldlega að fljúga
Á meðan lygar umkringja höfuð mitt
Eins og sígarettureykur
Smýgur innum eyrun og augun
Og þið hóstið lygahóstanum
Hærra og hærra og hærra
Ég held nú hnífnum mér nærri
En hann breytist fljótt í blöðru
Sem ég held í hræðslu
Og svíf síðan hægt upp til skýja
Sem að mynda vax myndir
Af drekum fortíðar og sófum framtíðar
Reynsluleysið og letin hræða mig
En ég slepp ekki, ekki núna
Ekki fyrr en ég kem að sólunni

Mér verður kalt á höndunum.
Furðulegt, ég sem er að sameinast sólinni
En sama hvað ég reyni að ylja mér, ekkert dugar
Þá síðan uppgvötva ég loks að
Miðstöðin í hjartanu er biluð

Sólin kýlir mig í burtu með öskri

Og ég flýg að tunglinu
Karlinn á tunglinu

Hver hefði haldið...
Hver hefði haldið að ein nótt gæti litað líf manns svona absúrd
Hver hefði haldið...
Neil Armstrong var ekki fyrsti maðurinn á tunglið
Það var ég.
 
Hj.
1987 - ...


Ljóð eftir Hj.

Karlinn á tunglinu
Maraþonhlaup tilfinninga
Fyrir frið
Gleraugu
Í helvíti á jörðu?
...Aðeins þú
Ljósin í ánni
Hugsun
Ég dó
Píslarvotturinn
Kötturinn
Á dánarbeði
Bylting Hugans
Fyrsti Kossinn
Fugl og Fiskur