Fyrir frið
Ég myndi glaður lifa
-án snillinga og stjórnmála
-án menningar og velmegunar
-án tækni og tóla
Bara fyrir frið á jörð
Ég myndi glaður berjast
gegn drekum heimsins.
Og glaður þegja, þó ég hefði
sitthvað merkilegt að segja.
Glaður myndi ég synda
á móti köldum straum.
Og glaður myndi ég deyja,
ef ég fengi einungis ein lítil laun
Bara frið á jörð
 
Hj.
1987 - ...


Ljóð eftir Hj.

Karlinn á tunglinu
Maraþonhlaup tilfinninga
Fyrir frið
Gleraugu
Í helvíti á jörðu?
...Aðeins þú
Ljósin í ánni
Hugsun
Ég dó
Píslarvotturinn
Kötturinn
Á dánarbeði
Bylting Hugans
Fyrsti Kossinn
Fugl og Fiskur