Maraþonhlaup tilfinninga
Þú kramdir draum minn
Um blátt hafið
Sem þarfnaðist míns innilega faðmlags

Á meðan ég ligg hérna
Hjá þér naktri
Skil ég að ferðin er óþörf

Þú bregst mér aldrei
Þó ég vilji
Þig beygja og móta barnslega

Þú étur allar tilfinningar mínar
Og snýrð vonbrigðum
Yfir í blóm og bros

Ég sit hér hugsandi
Um aðeins þig
Og velti huganum
Í tóma hringi og táknræn orð
 
Hj.
1987 - ...


Ljóð eftir Hj.

Karlinn á tunglinu
Maraþonhlaup tilfinninga
Fyrir frið
Gleraugu
Í helvíti á jörðu?
...Aðeins þú
Ljósin í ánni
Hugsun
Ég dó
Píslarvotturinn
Kötturinn
Á dánarbeði
Bylting Hugans
Fyrsti Kossinn
Fugl og Fiskur