Kötturinn

Ég lít í augu hans
og sé að hann er æstur, reiður:
leiður á einræði mínu
Hatur í augum hans
ég yrði reiður ef ég fengi sama matinn dag eftir dag
leiður á tilbreytingarleysinu
Hann liggur í rúminu
bíður eftir tækifærinu til að fá útrás
leiður á skipunum mínum
Hatur í augum hans
ég yrði reiður ef ég yrði geldur
leiður á getuleysinu
Virðist svo hræddur
hræddur við að stíga skrefið
skrefið til frelsunar
Nóttin í nótt er nóttin sem hann mótar landslag andlits míns upp á nýtt meðan ég sef svefn hinna dæmdu.
 
Hj.
1987 - ...


Ljóð eftir Hj.

Karlinn á tunglinu
Maraþonhlaup tilfinninga
Fyrir frið
Gleraugu
Í helvíti á jörðu?
...Aðeins þú
Ljósin í ánni
Hugsun
Ég dó
Píslarvotturinn
Kötturinn
Á dánarbeði
Bylting Hugans
Fyrsti Kossinn
Fugl og Fiskur