Að hitta herra Guð.
Að fara yfir endimörk alheimsins
og hitta herra Guð,
er það kannski líkt því að hitta kennarann
eftir próf,
og fara saman yfir villurnar?
Skoða í ró og næði allt það rétta og það ranga.
Kannski er einkunnin góð.
Fáum við þá kannski baug og vængi
til vitnis um
að við komumst áfram.
Verðum við þá loksins englar?
Eða er það kennt í öðrum áfanga?
Og ef einkunnin ekki fullnægjandi? Hvað þá?
Sendir hann okkur þá til baka,
aðra önn,
og veitir tækifæri
á að taka prófið aftur?
Eða erum við send niður í kjallara,
Í tossabekkinn?
Þar sem tækifærin eru komin langt yfir síðasta söludag.
og hitta herra Guð,
er það kannski líkt því að hitta kennarann
eftir próf,
og fara saman yfir villurnar?
Skoða í ró og næði allt það rétta og það ranga.
Kannski er einkunnin góð.
Fáum við þá kannski baug og vængi
til vitnis um
að við komumst áfram.
Verðum við þá loksins englar?
Eða er það kennt í öðrum áfanga?
Og ef einkunnin ekki fullnægjandi? Hvað þá?
Sendir hann okkur þá til baka,
aðra önn,
og veitir tækifæri
á að taka prófið aftur?
Eða erum við send niður í kjallara,
Í tossabekkinn?
Þar sem tækifærin eru komin langt yfir síðasta söludag.