

í draumum þínum
syngja sólskríkjur
um nýja veröld
þarsem allir
elska alla
---
vakandi
ertu bitinn
daglega
og í ástarsorg
hneigja svanirnir
höfuðin
og gráta
---
á milli svefns og vöku
vaka hrægammarnir yfir þér
með klærnar
svo hvassar
að þær gætu rifið gat
á hjartað í þér
---
það er sárt
að blæða
syngja sólskríkjur
um nýja veröld
þarsem allir
elska alla
---
vakandi
ertu bitinn
daglega
og í ástarsorg
hneigja svanirnir
höfuðin
og gráta
---
á milli svefns og vöku
vaka hrægammarnir yfir þér
með klærnar
svo hvassar
að þær gætu rifið gat
á hjartað í þér
---
það er sárt
að blæða